Listorkuver

Listvinnzlan

Um okkur

Fyrsti fundur Notendaráðs Listvinnzlunnar árið 2026

Þann 14.janúar var fyrsti fundur Notendaráðs Listvinnzlunnar.

Í ráðinu eru:

Atli Már Indriðason, Elín S.M. Ólafsdóttir, Gígja Garðarsdóttir og Þórir Gunnarsson

Formaður ráðsins er Elín S.M. Ólafsdóttir

Margrét M. Norðdahl er ritari hópsins.

Nánar um Notendaráð Listvinnzlunnar

Listvinnzlan

Listorkuver

Listvinnzlan er skapandi og inngildandi vettvangur á sviði lista og menningar.
Við rekum listmiðstöð að Austurstræti 5, 101 Reykjavík.
Við bjóðum uppá opin stúdíó og námskeið.
Við sinnum ráðgjöf um inngildingu og styðjum listafólk til þátttöku í listalífinu.

Viltu taka þátt í vegferð okkar

Við viljum bjóðar þér að taka þátt í vegferð Listvinnslunnar.

Með því að taka þátt fjárfestirðu í tilvist okkar og öllum þeim verkefnum sem við vinnum að .

Við erum óhagnaðrdrifið amannaheillafélag sem starfar á styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

Ef þú vilt leggja okkur lið og styrkja okkur geturðu millifært inn á bankareikninginn okkar.

Kennitala 670924-1140
Banki 0515-26-012627

Við notum styrkina í samræmi við okkar almannaheillastarfsemi og tryggjum að þeir fari beint til þeirra verkefna sem við erum að vinna að.

Takk fyrir að vera með og styðja við starfið okkar.

Nánari upplýsingar

Þjónusta

Ráðgjöf, þjónusta og verkefni

Listvinnslan býður upp á ráðgjöf, þjónustu og verkefni fyrir einstaklinga, hópa, stofnanir og fyrirtæki. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni og höfum reynslu af að veita stuðning á ýmsum sviðum.

Kynning og stuðning fyrir listafólk

Við bjóðum einnig upp á kynningu, stuðning og umboðsstörf fyrir listafólk. Hægt er að skoða listafólk á síðunni okkar og kynna sér verk þeirra.

Listmiðstöð fyrir fatlað listafólk

Við höfum komið á fót listmiðstöð þar sem fatlað listafólk getur unnið að listsköpun og skapandi verkefnum. Með því að bjóða upp á slíka miðstöð vonumst við til að skapa atvinnumöguleika og auka þátttöku í samfélaginu fyrir listafólk með fötlun.

Skoða nánar

Listaverk - sölusíða

Listvinnzlan veitir fjölbreytta aðstoð innan myndlistar, bæði fyrir listamenn og áhugasama safnara.
Við styðjum við listamenn við að halda sýningar, koma listaverkum á framfæri og annast sölu þeirra.

Einnig aðstoðum við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem vilja fjárfesta í íslenskri myndlist – hvort sem um er að ræða einstakt verk eða uppbyggingu á safni til framtíðar.

Markmið okkar er að skapa faglegan og traustan vettvang fyrir listsköpun, sýningar og meðvitaða listkaupendur.

Hafðu samband

Aðgengi

Staðsetning og aðgengi

Við erum staðsett í hjarta miðbæjarins – Austurstræti 5, á 3. hæð.

Inngangur er bæði frá Austurstræti 5 og Hafnarstræti 4:

  • Hafnarstræti: Rampur og nýleg lyfta með góðu aðgengi fyrir hjólastóla.

  • Austurstræti: Þröskuldur og eldri lyfta í góðu ástandi.

Aðgengi á staðnum:
Gott aðgengi um allt rýmið, þar á meðal aðgengileg snyrting. Rólegt og bjart umhverfi með stillanlegri lýsingu og vinnuaðstöðu sem hægt er að laga að mismunandi þörfum.

Lesa meira