Listvinnzlan
Listvinnzlan er nýr zkapandi og inngildandi listvettvangur
Við bjóðum upp á ráðgjöf og umsjón verkefna á sviðum lista, inngildingar, menningar og menntunar.
Innan Liztvinnslunnar er mikil þekking og reynsla. Við sinnum fjölbreyttum verkefnum á sviði inngildingar í menningarheiminum.
Við viljum heyra frá fyrirtækjum og stofnunum sem vilja hafa inngildingu að leiðarljósi.
Við viljum heyra frá listafólki sem hefur áhuga á að starfa innan Liztvinnslunnar.
Við aðstoðum við kaup á verkum eftir listafólk.
Fjölbreytni
•
Inngilding
•
Fjölbreytni • Inngilding •
Fræðsla
•
Sköpun
•
Fræðsla • Sköpun •
Starfsemi Liztvinnslunnar skiptist í þrjá hluta:
Verkefni
Við sinnum ráðgjöf, þjónustu og verkefnum á sviðum lista, inngildingar, menningar og menntunar. Lestu meira um hér.
Gallerí
Á heimasíðu Listvinnzlunnar má kynna sér listaverk listafólks og nálgast upplýsingar og aðstoð um kaup á verkum. Við aðstoðum einnig við þátttöku listafólks í sýningum og verkefnum. Listafólk sem vill vinna með Listvinnzlunni getur alltaf haft samband.
Listmiðstöð
Listvinnslan vinnur að því að koma á fót listmiðstöð þar sem listafólk getur unnið daglega að listsköpun sinni og skapandi verkefnum. Lestu meira hér.
Listafólk og starfsfólk
-
Elín S. M. Ólafsdóttir
Listakona
-
Sigrún Huld Hrafnsdóttir
Listakona
-
Kolbeinn Jón Magnússon
Listamaður og ráðgjafi
-
Atli Már Indriðason
Listamaður
-
Þórir Gunnarsson
Listamaður og ráðgjafi
-
Margrét M. Norðdahl
Framkvæmdastýra og ráðgjafi

Listvinnzlan:
Stuðlar að inngildandi lista- og atvinnulífi.
Skapar tækifæri og atvinnu fyrir listafólk
Veitir ráðgjöf, þjónustu og tekur að sér fjölbreytt verkefni
Rekur netgallerí og kemur verkum listafólks á framfæri
Vinnur að því að koma á fót Listmiðstöð