Listorkuver
Listvinnzlan
Listvinnzlan
Listorkuver
Listvinnzlan er skapandi og inngildandi vettvangur á sviði lista og menningar.
Við rekum listmiðstöð að Austurstræti 5, 101 Reykjavík.
Við bjóðum uppá opin stúdíó og námskeið.
Við sinnum ráðgjöf um inngildingu og styðjum listafólk til þátttöku í listalífinu.
Það sem er framunda
1. Nóvember
Listaháskóli Íslands , ÖBÍ réttindasamtök, HÍ, HA og Þroskahjálp - Landssamtökin Þroskahjálp og Borgarleikhúsið standa fyrir málþingi um aðgengi að listnámi.
Laugardaginn 1.nóvember. Klukkan 10 - 14. Í Borgarleikhúsið - Aðgengi er gott
Öll velkomin - kostar ekki 🌟 Listvinnzlan tekur þátt
Auðvitað á Listnám að vera líka fyrir fatlað fólk!
Það þarf að skrá sig!
Þjónusta
Ráðgjöf, þjónusta og verkefni
Listvinnslan býður upp á ráðgjöf, þjónustu og verkefni fyrir einstaklinga, hópa, stofnanir og fyrirtæki. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni og höfum reynslu af að veita stuðning á ýmsum sviðum.
Kynning og stuðning fyrir listafólk
Við bjóðum einnig upp á kynningu, stuðning og umboðsstörf fyrir listafólk. Hægt er að skoða listafólk á síðunni okkar og kynna sér verk þeirra.
Listmiðstöð fyrir fatlað listafólk
Við höfum komið á fót listmiðstöð þar sem fatlað listafólk getur unnið að listsköpun og skapandi verkefnum. Með því að bjóða upp á slíka miðstöð vonumst við til að skapa atvinnumöguleika og auka þátttöku í samfélaginu fyrir listafólk með fötlun.
Listaverk - sölusíða
Listvinnzlan veitir fjölbreytta aðstoð innan myndlistar, bæði fyrir listamenn og áhugasama safnara.
Við styðjum við listamenn við að halda sýningar, koma listaverkum á framfæri og annast sölu þeirra.
Einnig aðstoðum við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem vilja fjárfesta í íslenskri myndlist – hvort sem um er að ræða einstakt verk eða uppbyggingu á safni til framtíðar.
Markmið okkar er að skapa faglegan og traustan vettvang fyrir listsköpun, sýningar og meðvitaða listkaupendur.
Aðgengi
Staðsetning og aðgengi
Við erum staðsett í hjarta miðbæjarins – Austurstræti 5, á 3. hæð.
Inngangur er bæði frá Austurstræti 5 og Hafnarstræti 4:
Hafnarstræti: Rampur og nýleg lyfta með góðu aðgengi fyrir hjólastóla.
Austurstræti: Þröskuldur og eldri lyfta í góðu ástandi.
Aðgengi á staðnum:
Gott aðgengi um allt rýmið, þar á meðal aðgengileg snyrting. Rólegt og bjart umhverfi með stillanlegri lýsingu og vinnuaðstöðu sem hægt er að laga að mismunandi þörfum.


