Listvinnzlan er inngildandi og zkapandi vettvangur
Listvinnzlan er nýr skapandi vettvangur á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista.
Stofnun Listvinnzlunar er brýnt verkefni, starfsemin er atvinnuskapandi og eykur inngildingu í lista-, menningar- og atvinnulífi.
Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk við þátttöku í listalífi eins og við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar kaupendur við að fjárfesta í myndlist.
Markmið Listvinnzlunar eru að vinna að inngildandi lista-, menningar- mennta-, og atvinnulífi þar sem öll tilheyra.
Listvinnzlan vinnur að því að koma á fót Listmiðstöð.
Margrét M. Norðdahl stofnaði Listvinnzluna árið 2022 en stofnun Listvinnzlunar á sér aðdraganda allt til ársins 2011. Nafnið vísar í framtíðina, frá fiskvinnslu til Listvinnzlu en listin og skapandi vinna á sér engin takmörk og útilokar engan.
HVAÐ ER INNGILDING?
,,Inngilding felur í sér margbreytileika, jafnrétti og jafnræði.
Hún felur í sér að við séum samþykkt eins og við erum.
Af ólíkum þjóðernum, með fjölbreyttan húðlit, fötluð og ófötluð, af öllum kynjum, kynhneigð, aldri, stétt og svo framvegis.
Inngilding er að við fáum sömu tækifærin, valdeflingu og einstaklingsbundinn stuðning sem við þurfum til að nýta okkur tækifærin.
Inngilding er þegar við tilheyrum.
Að tilheyra þýðir að þér finnst þú samþykkt eins og þú ert og þú treystir umhverfi þínu nógu mikið til að vera þú sjálf án ótta við að vera dæmd.
Að tilheyra felur í sér að þú hefur gildi - að þú sem manneskja sért þörf og eftirsótt. Að á þig sé hlustað og þú virt.’’
MN 2022
STARFSEMI LISTVINNZLUNNAR
Starfsemin skiptist í þrjá megin hluta.
Ráðgjöf, þjónustu og verkefni sem starfsfólk Listvinnslunar tekur að sér fyrir einstaklinga, hópa, stofnanir og fyrirtæki.
Kynningu, stuðning og umboðsstörf fyrir listafólk. Hægt er að kynna sér listafólk hér á síðunni.
Listmiðstöð, unnið er að því að koma á fót listmiðstöð þar sem fatlað listafólk getur unnið að listsköpun og skapandi verkefnum og haft af því atvinnu.