Atli Már Indriðason
Myndlistarmaður
Atli Már Indriðason býr og starfar að list sinni í Hafnarfirði.
Atli útskrifaðist úr 2 ára diplómanámi Myndlistaskólans í Reykjavík vorið 2017 og hefur sótt vinnustofur í myndlist við sama skóla frá árinu 2013.
Hann hefur einnig sótt námskeið í leiklist og var einn af meðlimum hljómsveitarinnar Gunnar and the Rest sem gaf út vínylplötu.
Atli hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á síðustu árum. Árið 2018 hélt hann einkasýningu á Þjóðminjasafninu sem hluti af List án landamæra. Í maí 2019 hélt Atli Már einkasýningu í Listsal Mosfellsbæjar ásamt því að opna einkasýningu í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Atli Már var listamaður Listar án landmæra árið 2019.