Elín S. M. Ólafsdóttir

Myndlistarkona

Elín Sigríður María Ólafsdóttir býr og starfar í Reykjavík.

Elín hefur lagt stund á listnám á Íslandi og erlendis.

Hún lauk diplómanámi í Myndlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017.

Elín er meðlimur í leikhópnum Tjarnarleikhúsið og hefur komið að fjölbreyttum störfum á vettvangi leikhússins.

Elín hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningu á Café Mokka. Meðal samsýninga er sýningin Áhrifavaldar á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og samstarfssýning með Kristínu Gunnlaugsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar á dagskrá Listahátíðarinnar List án landamæra.


Brot af verkum Elínar