Kolbeinn Jón Magnússon

Myndlistarmaður

Kolbeinn Jón Magnússon er fæddur í London en býr og starfar í Reykjavík. 

Hann lauk námi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur síðan sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskóla Reykjavíkur ásamt því að ljúka námsleiðinni 1 árs nám í myndlist árið 2021. 

Hann hefur áhuga á margskonar myndlist og fjölbreyttum efnivið, t.a.m. á módelteikningu og keramik þar sem hann gerir skúlptúra í leir.  Kolbeinn nýtir gjarnan gjörningaformið í sinni myndlist og eru gjörningarnir með sterka leiklistartengingu. 

Kolbeinn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og listviðburða um allt land. Hann hefur sýnt verk sín á Safnasafninu á Svalbarðsströnd, tekið þátt í Listahátíðinni List án landamæra síðustu sjö ár. 

Í framtíðinni ætlar hann að vinna áfram að list sinni, hann vill mennta sig meira og hefur áhuga á því að leiðbeina öðrum í myndlist.


Brot af verkum Kolbeins