Sigrún Huld Hrafsdóttir

Myndlistarkona

Sigrún býr og starfar að list sinni í Reykjavík.

Sigrún var margverðlaunuð afreksíþróttakona í sundi þegar hún ákvað að snúa sér alfarið listinni.

Hún hefur haldið margar einkasýningar meðal annars í Eden í Hveragerði þar sem hún hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1999.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga nú síðast í Safnasafninu á Svalbarðseyri sumarið 2022.

Sigrún Huld naut tilsagnar í frjálsri málun hjá Lóu Guðjónsdóttir í Listasmiðju Lóu um árabil, gekk í Lýðháskóla í Danmörku og hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt og Listaháskóla Íslands. Sigrún lauk 2 ára diplómanámi í Myndlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017.

Sigrún hefur unnið með myndlistarmanninum Davíð Erni Halldórssyni að sameiginlegu listaverki og að sameiginlegum verkum með listakonunni Söru Riel.

Sigrún vinnur að mestu verk sín með akrýlmálningu á striga og viðfangsefni hennar eru fjölbreytt. Arkitektúr borga, bæja og sundlauga er henni hugleikinn, dýr í láði og legi ásamt því sem hún hefur málað portrett myndir af fólki, tré blóm og gras. 

Sigrún Huld er listakona hjá Listvinnslunni.


Brot af verkum Sigrúnar Huldar