Þórir Gunnarsson - Listapúkinn
Myndlistarmaður
Þórir Gunnarsson býr og vinnur að list sinni í Mosfellsbæ.
Þórir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og hélt nýverið sína fyrstu einkasýningu í LIstasal Mosfellsbæjar en Þórir var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021. Þórir hlaut Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakana Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir aðgengi að listnámi og hefur verið ötull í baráttu fyrir jafnrétti í listheiminum.
Þórir hefur gert myndlist frá því að hann man eftir sér. Hann fær innblástur í umhverfi sínu og daglegu amstri, til dæmis í strætó, í náttúrunni, frá fuglasöng og þegar hann hleypur, en það gerir hann mikið af. Hann brennur fyrir því að gera myndlist, hefur sterkt innsæi og mikla þörf fyrir að skapa.
Þórir hefur tekið ýmis námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur lokið þaðan 1 árs námi í myndlist sem er hugsað sem grunnur fyrir frekara listnám.